Af hverju gera margar stórstjörnur ekki erfðarskrár?

Nýlegt andlát soul-drottningarinnar, Aretha Franklin, hefur lagt áherslu á óvenjulegt hátterni sem er algengt á meðal stórstjarna. Þrátt fyrir að verulega miklir fjármunir séu í húfi, virðast margar stjörnur vanrækja þennan mikilvæga hluta af fjármálum sínum. Aretha sem var 76 ára gömul og lést nýverið vegna krabbameins í brisi, átti eignir fyrir meira en 80 milljónir Bandaríkjadala, en fjórir synir hennar þurfa nú að takast á við skiptingu eigna hennar.

Bandaríski söngvarinn Prince er annað dæmi um stórstjörnu sem lést án þess að skipuleggja hvað myndi gerast við eignir hans. Þegar hann lést skyndilega árið 2016 vegna ofneyslu lyfja fyrir slysni, þá aðeins 57 ára gamall, var hann metinn á 300 milljónir bandaríkjadala. Núna, tveimur árum síðar, er ástandið enn óljóst. Það er haldið að yngri systir hans muni eignast meirihluta verðmæta hans, þar á meðal húsið sem er í “Purple Rain” myndbandinu.

Heimsfræga og eftirminnilega retro-soul söngkonan Amy Winehouse, lést árið 2011 sökum áfengiseitrunar og var ekki nema 27 ára gömul. Fjármál hennar voru þó ekki of flókin, sem betur fer fyrir fjölskylduna, en hún átti tvo eftirlifandi foreldra sem erfðu 4 milljónir bandaríkjadali eftir hana. Eftir dauða hennar, voru átta af lögum hennar endurútgefin, sem birtust öll á vinsældarlistum Bretlands á sama tíma og hækkuðu matið á búi hennar eftir ótímabært andlát hennar.

Leyndardóminn um andlát Kurt Cobain mun aldrei vera hægt að leysa, en andlátið var opinberlega rakið til sjálfsvígs. Hann dó aðeins 27 ára vegna skotsárs á höfði, en suma gruna enn að hann hafi verið myrtur. Tryggingarsjóður var skipaður fyrir dóttur hans, sem samanstóð 37% af búi hans sem hún fékk þegar hún varð 18 ára. Það hefur verið mikill fjandskapur á milli ekkju Cobain og hljómsveitarmeðlima Nirvana um hverjir eiga rétt á tónlistinni hans.

Kannski héldu þessar stórstjörnur að þær væru ódauðlegar, en að skilja ekki eftir erfðarskrá hefur án efa valdið enn meiri særindum fyrir vini þeirra og fjölskyldu.