Skoðunarferðir á daginn á meðan á fríi stendur í Reykjavík er sjálfsagt, en á kvöldin gæti verið góð hugmynd að njóta þess sem barir borgarinnar bjóða upp á. Það eru margir ótrúlega góðir tónlistarbarir í Reykjavík og að mínu mati eru þetta bestu fimm staðirnir.

Húrra

Þessi bar er með mikið úrval af mismunandi tónlist, þó viðskiptavinir séu almennt nokkuð ungir sem heimsækja þennan stað. Fjölbreyttir listamenn koma fram á sviði og þú gætir allt eins uppgötvað nýjar íslenskar hljómsveitir sem þú fellur fyrir. Hér er hægt að heyra allt frá þungarokki til indie og svo er jazzkvöld á hverjum mánudegi!

Gaukurinn

Öðru nafni þekktur sem The Cuckoo. Barinn hefur dimma lýsingu og er akkúrat í miðri borginni. Hér eru reglulega haldin söngkvöld þar sem áhugasamir listamenn geta sýnt hæfileika sína. Þetta reynist alltaf vera vinsæll viðburður og andrúmsloftið á þessum bar er almennt mjög þægilegt.

Kex Bar & Hostel

Kex Bar & Hostel spilar svolítið öðruvísi tónlist en maður er vanur að heyra á venjulegum börum, en á þessum vinsæla litla bar í höfuðborginni mun það raunverulega opna fyrir nýjar hugmyndir og hugsanlega breyta hvernig þú sérð og hugsar um tónlist. Það eru alls kyns tegundir af tónlist á Kex, rokk, jazz og fleira. Sumir af bestu tónlistarmönnum í Reykjavík fá heiðurinn af að spila hér.

Dillon Whisky Bar

Ef þú hefur gaman af blústónlist og ert aðdáandi af viskí, þá er þetta pottþéttur áfangastaður fyrir þig. Barinn er skreyttur að innan eins og glæsilegur gamall tréskáli, drykkirnir eru frábærir og tónlistin sér til þess að þú vilt koma aftur kvöld eftir kvöld.

Prikið

Þetta er nokkuð gamall bar en tónlistin hér verður aðeins betri með tímanum. Alls konar tónlistaraðdáendur safnast saman á Prikinu, þar á meðal hip-hop, grime og rap. Prikið er staðurinn til að vera, með lifandi tónlistarflutninga og tónlistarfólk sem nær alltaf til mannfjöldans.