Stórkostleg náttúran ein og sér nægir flestum gestum Íslands til að gera fríið eftirminnilegt. En til að toppa ferðina endanlega þá er mikilvægt að hafa góðan gististað. Minnigarnar munu endast þér alla ævina ef þú velur eitt af þessum frábæru hótelum.

Hótel Borg

Þetta er eflaust eitt glæsilegasta hótelið í Reykjavík. Þetta er algjört lúxushótel í nútímalegum stíl sem blandar einnig nokkrum atriðum frá tíma djassins. Það er frekar rúmgott og hefur öll þægindi sem þú þarfnast, og svo er staðsetning hótelsins sú allra besta sem hægt er að hugsa sér en það er staðsett í hjarta Reykjavíkur.

Silica Hotel

Silica Hotel er umkringt glæsilegu landslagi og það hefur sitt eigið einka lón. Þetta er mjög rómantískt hótel og þess vegna er það mjög vinsælt fyrir pör. Svæðið í kring og hótelið sjálft mun örugglega láta þér líða eins og hefðarfólki á meðan þú ert í Grindavík.

Hótel Grímsborgir

Margir ferðamenn fara á þetta hótel til að skoða norðurljósin á Selfossi. Útsýnið er stórkostlegt og aðstaðan á hótelinu mun alls ekki valda vonbrigðum. Nútímaleg lúxus herbergin innihalda bar, flatskjá og jafnvel heitan pott. Ef þú vilt fara alla leið á ferðalaginu til Íslands þá er þetta hótel algjörlega þess virði að skoða.

Ion Adventure Hotel

Þetta rólega hótel er það sem alla dreymir um. Það er staðsett á hæð nálægt Þingvallavatni. Það eru ótrúlega margir fallegir staðir til að skoða alls staðar í kring og hótelið er búið þægindum eins og lúxus heilsulind og bar. Herbergin á hótelinu eru einnig fagurlega skreytt og eru hlýleg.

Kex Hostel

Þetta hótel er vel þekkt fyrir að hafa ótrúlegan veitingastað þar sem þú getur notið hefbundinnar íslenskrar matargerðar. Þó að Kex Hostel leggi mesta áherslu á gæði matarins, þá hefur það einnig marga aðra góða eiginleika, eins og sér baðherbergi og frábæra þjónustu frá vinalegu en faglegu starfsólki.