Ísland er ekki þessi hefðbundna litla eyja sem þú getur skoðað á einum degi. Þó að þar búi aðeins 340.000 manns, er landið svo stórt að þú gætir ekki gengið yfir það. Ísland er stærra en mörg önnur lönd eins og Danmörk og Portúgal. Þú þarft að keyra, taka strætó, eða hjóla til að komast á milli staða. Það er engin lest á Íslandi, sem vekur furðu hjá mörgum. Þér gæti kannski fundist hentugra að keyra fjórhjóladrifinn jeppa frekar en að hafa leiðsögn. Hér hefuru ábendingar um hvernig þú kemst á milli staða á íslandi.

Skoðaðu reglurnar

Áður en þú leggur í epíska ferðalagið þitt, skaltu vera viss um að þú þekkir íslensku umferðarreglurnar vel. Lögin vernda þig frá slysum og þungum sektum. Þú verður að nota belti. Íslendingar keyra á hægri akrein, og þeir taka framúr á vinstri. Þegar þú keyrir á Íslandi skaltu halda hraðanum innanbæjar á 50-60km/h, 50km/h á lausamöl, og 90km/h á þjóðveginum. 90km/h er hæsti leyfilegi hraði á vegum Íslands. Hafðu alltaf kveikt á framljósum og ALDREI keyra undir áhrifum áfengis.

Öryggisráðstafanir

Þú þarft að geta aflað þér upplýsinga um færð og veðurfar. Sumir vegir geta verið lokaðir, sérstaklega yfir vetrartímann, og veðrið er ófyrirsjáanlegt. Hafðu augun opin fyrir vitlausum, dópuðum, fullum, og aggresívum ökumönnum, það er því miður til nóg af þeim.

upplýsingar um færð má nálgast á vegagerdin.is og veður á vedur.is

Ekki missa athyglina

Íslenska landslagið er mjög fallegt og getur auðveldlega truflað ökumenn, fari þeir ekki varlega. Flestir vegir eru þrengri og hættulegri en það sem flestir eru vanir, því skaltu aka með varúð og gættu vel að gangandi vegfarendum, grjóthruni úr fjöllum, og sauðkindum á veginum. Viljir þú taka myndir, eða bara skoða ladslagið, skaltu stöðva bílinn. ALDREI taka myndir, eða hanga í símanum á ferðinni!

Vert er að hafa í huga að Ísland gerði stórfelldar hækkanir á umferðarsektum þann 1.maí 2018.