Ísland gerði jafntefli við Argentínu en náði ekki að sigra heiminn.

Ísland stóð sig með prýði á HM 2018, en því miður lenti liðið í erfiðum riðli sem varð til þess að liðið náði ekki lengra að þessu sinni. Íslenska liðið keppti gegn Argentínu, Króatíu og Nígeríu.

Í fyrsta leik Íslands gegn Argentínu gerðu allir ráð fyrir stórum sigri Argentínu. Jafnvel þeir sjálfir reiknuðu með að leikurinn yrði þeim ekki í hag. Sergio Aguero, liðsmaður Manchester City, skoraði fyrsta markið á 19. mínútu með stórkostlegu skoti í efri hluta marksins. Alfreð Finnbogason, leikamður Íslands, skoraði aðeins fjórum mínútum síðar, öllum til mikillar furðu. Góð vörn íslenska liðsins hélt framúrskarandi Argentínumönnunum í skefjum allt til enda leiksins, jafnvel þegar Lionel Messi fékk að skjóta víti á 64. mínútu.

Í næsta leik spilaði Ísland á móti “Super Eagles” frá Nígeríu en það var ekki besti leikurinn þeirra. Lið Nígeríu var tilbúið til að veðra á meðal bestu liða mótsins. Eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum gegn Króatíu tóku þeir engar áhættur og rústuðu Íslandi með 2-0 sigri. Þetta var reiðarslag fyrir liðið sem hafði náð að halda Argentínu í skefjum.

Eftir annan leikinn í riðlinum var Króatía með öruggt sæti á næsta stigi mótsins, eftir að hafa safnað sex stigum með því að vinna Nígeríu með þremur mörkum og einnig Argentínu með þremur mörkum. Nígería, Argentína og Ísland þurftu að berjast fyrir þessu eina sæti sem eftir var. Ísland og Argentína höfðu eitt stig hvort á meðan Nígería var með þrjú stig.

Nú var mikið í húfi í lokaleikjum riðilsins. Ef Ísland næði að vinna Króatíu myndu þeir komast í næstu umferð. Nígería þurfti aðeins að ná jafntefli á móti Argentínu til að komast áfram.

Því miður unnu víkingarnir ekki Króata, jafnvel eftir að króatíski þjálfarinn tók nokkra af helstu leikmönnunum sínum af vellinum. Að lokum töpuðu íslendingar 2-1, og það voru endalok íslenska karlalandsliðsins á þeirra fyrsta heimsmeistaramóti í fótbolta.