Ein af stærstu áskorunum sem þú munt takast á við þegar þú heimsækir Ísland er hvernig á að koma fyrir öllu því sem þú vilt sjá og gera á meðan á ferðalaginu stendur. Þetta land hefur svo margt fallegt upp á að bjóða og mörg mismunandi aðdráttaröfl. Þetta er líka land sem stundar margar íþróttir. Sem gestur muntu vilja setja að minnsta kosti nokkra íþróttaviðburði á dagskrá þína til að mæta á.

Glímuviðburðir

Íslensk glíma er þjóðaríþrótt íslendinga og er hægt að rekja aftur til daga víkinga. Þetta er eitt af því sem hefur verið haldið á lífi í gegnum kynslóðirnar. Íslensk glíma er nokkuð öðruvísi en hefðbundin glíma og á einhverju tímabili var hún ólympíuíþrótt. Hugmyndafræði íslenskrar glímu er að andstæðingar grípa í belti hvors annars. Þeir verða að vera uppréttir og stíga fram og aftur á meðan á glímunni stendur. Stígandinn er einkenni íslenskrar glímu og minnir einna helst á dans. Markmiðið er að koma andstæðingnum úr jafnvægi.

Fótbolti

Íslendingar hafa lengi verið fótboltaþjóð og á síðastliðnum árum hafa íslendingar náð einstökum árangri sem hefur vakið athygli heimsbyggðarinnar. Íslendingar eru með sína eigin meistaradeild eins og svo margar aðrar þjóðir og eru verulega stoltir af þeim heiðri að vera minnsta þjóðin sem hefur spilað á EM og HM. Leikvellir Íslands eru töluvert minni en það sem fólk er vant úti í heimi, því gæti verið áhugavert fyrir ferðalanga að fara á leik á Íslandi og kynnast íslenskri fótboltamenningu.

Önnur íþróttastarfsemi

Ferðamaður sem er mikill áhugamaður um íþróttir mun líklegast finna einhverja viðburði sem snúa að uppáhalds íþrótt hans á Íslandi. Þó að landið sé grófgert og hrikalegt á köflum, hafa íslendingar nýtt sér kosti þess til að geta stundað íþróttirnar sem eru þeim hvað kærastar. Sumar af algengustu íþróttum íslendinga eru þær sömu og finnast í öðrum löndum. Það eru meðal annars fótbolti, handbolti, körfubolti, tennis og golf.