Munur á hótelum í Las Vegas og á Íslandi

Las Vegas er heimili nokkurra glæsilegustu hótela heims. Þar eru ótal fræg hótel sem eiga sína föstu gesti og hýsa stórstjörnur. Þau sem eru best þekkt eru Tropicana, Planet Hollywood, Caesars Palace og Excalibur.

Þessi hótel hafa verið notuð í fjölmörgum Hollywood kvikmyndum, þar á meðal myndinni “Fear and Loathing in Las Vegas” með Johnny Depp í aðalhlutverki. Þar eru lúxussvítur, fínir barir og glæsileg innanhúshönnun. Einstaki arkitektúrinn er einn og sér nóg til þess að ferðamenn taki upp myndavélarnar.

Á Íslandi finnur þú á hinn bóginn engin hótel með svo dramatískri hönnun. Landið hefur mörg falleg hótel og gististaði til að vera á og jafnvel nokkur lúxushótel, en ekkert í samanburði við hótelin í Las Vegas. Hér á eftir fjöllum við um eina af ástæðunum fyrir því að Ísland mun alltaf (eða að minnsta kosti á þessum tímapunkti) skorta þessar tegundir af gististöðum sem er einmitt að finna Las Vegas.

Ísland hefur bannað fjárhættuspil í landinu. Ríkisborgarar og gestir mega ekki stunda veðmál, hvorki í spilavíti eða á netinu. Þetta þýðir að það eru engin spilavíti í landinu. Hins vegar er hægt að stunda hefðbundið happdrætti og það er hægt að finna fjöldann allan af spilakössum. Þetta mun þó örugglega ekki fullnægja ástríðufullum fjárhættuspilara sem nýtur borðspila eins og pókers og blackjack.

Öfugt við Ísland þá var borgin Las Vegas byggð með fjárhættuspil í huga. Hún er vinsælasti áfangastaðurinn í öllum heiminum til fjárhættuspila. Mörg hótel eru með spilavíti á staðnum. Þannig getur fólk freistað gæfunnar á stað sem er í nálægð við herbergin þeirra.

Hótelin í Las Vegas eru oft rekin af spilavítunum sjálfum. Einn af kostum þess að vera vinsæll fjárhættuspilari í borginni eru bónusarnir sem fylgir því. Til dæmis fær maður ókeypis gistingu á lúxushótelum. Á Íslandi er þetta ekki aðeins ómögulegt, heldur er ekki einu sinni hægt að finna eitt einasta spilavíti í landinu.