Trump skipar embættismann frá RJC sem næsta sendiherra Íslands

Núverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur skipað Jeffrey Ross Gunter sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Gunter er menntaður læknir, nánar tiltekið sem húðsjúkdómalæknir og hann tekur við af Robert Barber. Þótt ótrúlegt sé þá hefur staða bandaríska sendiherra hér á landi verið laus í 18 mánuði. Dr Gunter talar ensku, frönsku, spænsku og hollensku reiprennandi. Hann er í stjórn Republican Jewish Coalition (RJC).

Dr Gunter er einnig eigandi húðsjúkdómastofu sem veitir þjónustu í dreifbýlum. Hann er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Læknirinn útskrifaðist frá Keck Medicine Center í University of Southern California.

Gunter fær starfið eftir að hafa stutt Trump og stefnu hans í síðustu herferðum. Fyrir utan að hafa látið heyra vel í sér varðandi stuðning á Trump fór Gunter skrefinu lengra og lagði fram fjárframlög til kosningabaráttu Trumps. Hann starfaði einnig í teymi Trumps sem fjármálaráðgjafi. Tilnefningin er pólitísk því að fyrrverandi sendiherra þjónaði undir fyrrum forseta Barrack Obama og sagði upp stöðu sinni án tafar þegar Trump tók við embætti.

Þótt Gunter sé næstum viss um að fá starfið, á Öldungadeildin ennþá eftir að samþykkja tilnefningu hans. Núverandi staðgengill hans Gunters, Oscar Avilla, tekur ábyrgð sem sendiherra þar til skipun Gunters er samþykkt. Sem betur fer mun þetta ekki hafa neikvæð áhrif á ferðamenn í Bandaríkjunum sem vilja heimsækja Ísland. Bandarískir ríkisborgarar geta ferðast um Norðurlönd án vegabréfsáritunar í allt að þrjá mánuði þar sem Ísland fellur undir Schengen-svæðið. Hins vegar verður fólk svo að hafa nægilegt fé og miða heim annars munu þeir ekki fá leyfi til að koma um borð í flug til Bandaríkjanna.

Einnig mun bandaríska sendiráðið á Íslandi flytjast í nýtt húsnæði sem er í smíðum og það lítur út fyrir að húsið verði tilbúið næsta sumar. Hönnun hússins felur í sér þykkan öryggisvegg og skothelda glugga og kostnaður við bygginguna getur verið allt að 62 milljónir Bandaríkjadala.